Hið árlega vinkvennakvöld Lkl. Úu

Hið árlega vinkvennakvöld Lionsklúbbsins Úu var haldið þann 8.11. 2013

í Hlégarði þar sem Vignir reiddi fram sitt rómaða smáréttahlaðborð.  Um 115 konur mættu til leiks og skemmtu sér vel en þema kvöldsins var litagleði .  Veislustjóri var Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og fór hún á kostum.  Drengjakór íslenska lýðveldissins kom og söng fyrir konurnar og létu þeir einnig nokkra brandara fjúka.  Ung söngkona Ingibjörg Erla Þórhallsdóttir söng nokkur lög af einskærri snilld við mikinn fögnuð gesta.  Einnig var glæsilegt happdrætti þar sem allir vinningar voru gefnir.  Og að endingu kom tríóið Kókos og spilaði og söng fram eftir kvöldi þannig að konur gátu tekið sveiflur á dansgólfinu.

Þetta er ein af aðalfjáröflunum klúbbsins en hann starfar undir kjörorðinu að láta gott af sér leiða.   Ágóði kvöldsins fer að hluta til í lestrarátak sem klúbburinn hefur hrundið af stað og hluta til í líknarsjóð klúbbsins.

Félagskonur vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem studdu við bakið á þeim með happdrættisvinningum og einnig öllum sem gerðu kvöldið eftirminnilegt í alla staði.

Hér fyrir neðan er nokkrar myndir frá kvöldinu.

Ua_028Ua_029Ua_030Ua_034Ua_040Ua_045Ua_058Ua_064Ua_103Ua_141Ua_151