Heilsugæslan í Hveragerði fær rausnarlega gjöf frá Lionsklúbbi Hveragerðis

Þann 25.mars síðastliðinn afhenti Lionsklúbbur Hveragerðis Heilsugæslunni í Hveragerði hjartalínuritstæki af vönduðustu gerð. Tæki þetta er tengjanlegt við tölvu og hægt að senda niðurstöður úr tækinu t.d. á hjartadeildir sjúkrahúsanna.

Fjáröflunartónleikarnir í Hveragerðiskirkju stóðu undir þessari gjöf.
Þór Hreinsson fór fyrir verkefna og fjáröflunarnefndinni að þessu sinni og niðurstaðan voru frábærir tónleikar núna í haust sem gerðu þetta kleift.

Ekki má gleyma því að það eru í raun  Hvergerðingar sjálfir sem standa á bakvið þessa gjöf með því að mæta á fjáröflunarviðburði.  Einnig nutum við ríkulegs stuðnings ýmissa aðila og tónlistarfólks. Má þar nefna Fjallabræður, Ragnar Bjarnason, Magnús Þór Sigmundsson og svo Allrahanda sem fluttu Fjallabræður ofl.

Það má einnig geta þess að fyrir rétt um ári síðan færði Lionsklúbbur Hveragerðis Heilsugæslu Hveragerðis og Dvalarheimilinu Ási þvagblöðruskana að gjöf. 

Hverageri_Hjartalinurit
Hér tekur Ómar Ragnarsson læknir Heilsugæslunnar við tækinu úr hendi Rögnvaldar Pálmasonar formanns LKL Hveragerðis.  Á milli þeirra stendur Þór Hreinsson formaður verkefna og fjáröflunarnefndar.