Hátíðarkveðja frá fjölumdæmisstjóra

Hátíðarkveðja frá fjölumdæmisstjóra

Kæru Lions félagar.

Með kærri þökk fyrir ánægjulegar stundir færi ég ykkur mínar bestu óskir um friðsæla og notalega jólahátíð.

Það er dýrmætt að njóta stundarinnar með sér og sínum. Það vona ég svo sannarlega að þið gerið. Því miður er það svo, að það geta ekki allir notið hátíðarinnar. Það getur margt komið í veg fyrir það.

Einsemd er þar á meðal. Það er hljóður hópur fólks sem eyðir jólum eytt með sjálfu sér. Mér verður mjög hugsað til þess fólks sem og þeirra sem berjast við heilsubrest eða hafa misst nána ástvini. Umfram allt munum að þakka fyrir það sem við höfum.

Enn og aftur gleðileg jól og góðar stundir.

Kristófer A.Tómasson

Fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi 2022-2023. Félagi í Lionsklúbbnum Geysi