Haraldur syngur í Kraká, myndband

Lionsklúbburinn í Kraká hélt fyrir nokkru fyrstu tónleikana sem aðeins blindir fá að taka þátt í.  Verkefnið er hluti af sjónverndarátaki (Sight First), alþjóðahjálparsjóðs Lions (LCIF).  Tónleikarnir fengu nafnið Söngur úr hjörtum vorum.  Markmiðið er að sýna fram á þá erfiðleika sem sjónskertir eiga við að etja.

Myndband
Haraldur Gunnar Hjálmarsson tók þátt í keppninni fyrir hönd Íslands og Lkl. Perlunnar.  Hér má sjá myndbandsupptöku frá atriði hans.  Á eftirfarandi link má sjá fleiri atriði frá keppninni. >>>

Samkeppnin er fyrir hæfileikaríka söngvara sem eru blindir eða sjónskertir og eru ekki atvinnumenn. Vona aðstandendur keppninnar að keppendur verði séðir af tónlistariðnaðinum sem geti fleytt þeim áfram í bransanum.

Hátíðin var haldin Pólsku borginni Kraká sem var útnefnd af Evrópubandalaginu sem „borg aðgangsins“ þar sem borgarbúar í Kraká hafa gert borgina sérstaklega aðgengilega fyrir fatlaða.