Grillað í Grænumörk

Grillveisla var föstudaginn 30.ágúst hjá okkur í Grænumörk 1-3-5 sem var haldin með mikilli gleði, mættu allflestir íbúar í sínu fínasta pússi, glaðir og hressir.  Boðið var uppá fordrykk og grilluð voru SS lambalæri og eftirréttur var í boði aðstandanda Margrétar Friðriksdóttur íbúa í Grænumörk.  Grillveislan okkar hefur verið undanfarið í hádeginu en núna var breyting á og var ákveðið að hafa grillið að kvöldi sem íbúar voru mjög ánægðir með. Við fengum góða gesti til að samgleðjast með okkur og skemmta, þar má nefna unga tónlistarstúlku, Sesselju Birgisdóttur sem lék bítlalög á þverflautu og sló í gegn. Einnig komu Lionskonur frá Lionsklúbbnum Emblu sem skemmtu með gítarspili og söng.  Þetta var frábær skemmtun og var ekki hægt að sjá hverjir skemmtu sér best, íbúar, starfsfólk eða Emblukonur.  Myndir koma mjög fljótlega.
Þessa frétt má einnig sjá hér <- í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.

{gallery}myfolder/Emblur_2013{/gallery}
Myndirnar eru teknar í grillveislunni.