Gjöf til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

 

Þriðjudaginn 2. apríl 2013 afhenti Lionsklúbbur Akraness Hveilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi blöðruskanna að gjöf. Tækið er einföld ómsjá sem notað er til þess að mæla rúmmál þvagblöðru og kemur þess vegna að góðum notum við að greina þvagteppu, sem er algengt vandamál fólks sem fær hrygg- eða mænudeyfingu. Þá er fullorðnu og gömlu fólki hætt við að fá þvagteppu. Tækið er af gerðinni BladderScan BVI3000 og kostaði um kr. 1.680.000.- Gjöf þessi er afrakstur hins árlega verkefnis Lionsklúbbs Akraness útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum og hefur hlotið frábærar viðtökur.

starfsfólk HVE vinstra megin og stjórn Lkl. Akraness hægra megin með formanni áhaldakaupasjóðs.  Starfsmaðurinn lengst til vinstri er einnig Lionsfélagi
Starfsfólk HVE vinstra megin og stjórn Lkl. Akraness hægra megin með formanni áhaldakaupasjóðs.  Starfsmaðurinn lengst til vinstri er einnig Lionsfélagi