Gáfu Heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri 100.000 kr

Lionsklúbburinn Fylkir Kirkjubæjarklaustri:

Þann 18. desember sl. kom Lionsklúbburinn Fylkir á Kirkjubæjarklaustri færandi hendi á heilsugæslustöðina og gaf Styrktarsamtökum heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri 100.000 krónur. Gjafaféð verður nýtt til tækjakaupa fyrir Heilsugæslustöðina. Nýlega fjárfestu samtökin í fjölnota greiningartæki, sem mun vera það eina hérlendis, og er staðsett á Kirkjubæjarklaustri.

Fylkir0030

Frá afhendingu gjafar til Heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri. Frá vinstri: Ingólfur Hartvigsson (Lkl. Fylki), Júlíus Oddsson (gjaldkeri Lkl. Fylkis), Auðbjörg B. Bjarnadóttir (hjúkrunarfræðingur), Sigurður Árnason (læknir), Gísli Kjartansson (formaður Lkl. Fylkis) og Þorsteinn M. Kristinsson (ritari Lkl. Fylkis)

 Fréttin er sótt á síðum fréttablaðsins Sunnlenska >>>>