Gáfu Björgunarsveit Hafnafjarðar milljón

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar seldi Gaflarann í ár eins og undanfarin ár og að venju rann allur afrakstur sölunnar til góðgerðarmála. Í ár gekk salan mjög vel og seldust allir Gaflararnir og því gat klúbburinn afhent Björgunarsveit  Hafnarfjarðar eina milljón kr. sem nýtist vel í starfinu.
Fulltrúum sveitarinnar var boðið á fund klúbbsins sl. laugardag þar sem afhending fór fram. Voru klúbbfélagar mjög stoltir af því að geta styrkt sveitina með þessu móti en ítrekuðu að styrkurinn kæmi í raun frá þeim bæjarbúum sem keyptu Gaflaramerkið.
Gaflarinn
Björúlfur Þorsteinsson formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar ásamt Dagbjarti Brynjarssyni og Þórdísi Árnadóttur frá 
Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Fréttina má sjá í Fjarðarpóstinum hér <--