Fréttir af málþing um sykursýki

Þann 13. nóvember var haldin á RadisonHótel Sögu málþingum sykursýkismál á vegum Lions á Íslandi og Samtaka sykursjúkra á Íslandi.  En alþjóða sykursýkisdagurinn er á morgun 14. nóvember.  Benjamín Jósepsson fjölumdæmisstjóri Lions setti ráðstefnuna og sagði frá því að Lions á Íslandi standi fyrir blóðsykurmælingum á tæpum tuttugu stöðum í nóvember.  Fundarstjóri var Fríða Bragadóttir framkvæmdastjóri Samtaka sykursjúkra.

Syk_ma_3890

Syk_ma_3895Fyrstur talaði Geir Gunnlaugsson Landlæknir og lýsti ánægu með þátttöku almennings í að styrkja heilbrigðiskerfið.  Hann undirstrikaði einnig að þyngd fólksværi einn af aðaláhættuþáttum að fá sykursýki 2.
Syk_ma_3896Sigríður Jóhannsdóttir formaður Samtaka sykursjúkra sagði síðan frá Samtökunum.  Aðalverkefni þeirra er fræðsla og að tengja saman fólk með sjúkdóminn.  Eins vinnur félagið að því að gæta réttinda allra gagnvart heilbrigðiskerfinu.  Dæmi eru um að fólk sem á í erfiðleikum með að tjá sig fái verri þjónustu en aðrir.

Syk_ma_3899aGuðrún Björt Yngvadóttir áður
alþjóðastjórnarmaður Lions, talaði um Lions.  Hún tengdi saman meginverkefni Lions í heilbrigðismálum, svo sem sykursýki, sjónvernd og mislinga, þar sem helsta hlutverk Lions er að leggja lið.  Þar sem Lions eru samtök sem eru til staðar í yfir 208 löndum er hægt að hafa áhrif svo víða.  Til dæmis var alþjóða hjálparsjóður Lions LCIF tilbúin að leggja 500 þús. $ til hjálpar á Filippseyjum strax á síðastliðinn föstudag.

Syk_ma_3905Rafn Benediktsson yfirlæknir innkirtlalækninga LHS sykursýkina sem sjúkdóm.  Hann talaði um að á Íslandi væru um það bil 1000 manns með sykursýki 1.  Aftur væru ekki vitað um alla þá sem eru með sykursýki 2, sem fólk fær yfirleitt þegar það fullorðnast.  Líkur eru þó á því að fjöldi þeirra sé milli 7 o g10 prósent.  Í sumum löndum er þessi tala allt að 20% eins og í norður Afríku og Mexíkó.

Rafn ræddi um þörfina á að koma á gagnagrunni yfir sykursjúka, til þess að hægt væri að halda betur utan um tölfræði sykursjúkra.  Síðan kynnti Rafn deild innkirtlalækninga á LHS.

Syk_ma_3911Gunnar Vilbergsson Lionsmaður úr Grindavík og sykursýkisfulltrúi í umdæmi 109A sagði frá reynslu sinni, þegar hann uppgötvaðist með sykursýki fyrir nokkrum árum.  Hann hafi tekið líf sitt til endurskoðunar, til dæmis hjólar hann núna um 10 km á dag og stundar heilbrigt líferni.

Það má geta þess að hin mikla þátttaka Lionsklúbba á Íslandi í sykursýkismælingum má að miklu leiti þakka framtaki hans undanfarin þrjú ár.  Nokkrir klúbbar höfðu áður mælt blóðsykur, en mikli sókn varð á þessum vettvangi við tilkomu Gunnars í umdæmisstjóratíð Kristófers Tómassonar.

Syk_ma_3913Síðust talaði Inga Heiða Heimisdóttir.  Hún sagðist komin af Lionsfólki í báðar ættir.  Inga Heiða flutti sögu þess þegar sonur hennar greindist með sykursýki og hvernig honum gengur að lifa með veikinni og taka þátt í bæði fótbolta og handbolta.  Inga Heiða sagði á mjög áhrifaríkan hátt frá því þegar drengurinn fékk sykurfall í miðjum fótboltaleik þegar hann var með boltann og hann féll um.  Hvernig hún fékk ávaxtadrykk til að gefa honum frá stuðningsmannaliði Fylkis.

Ráðstefnan heppnaðist mjög vel.  Mættir voru tæplega 40 manns og hefðu margir fleiri átt erindi á ráðstefnuna.