Fréttatilkynning frá Lionsklúbbnum Frey, vegna jóladagatala Lions.

Fréttatilkynning frá Lionsklúbbnum Frey, vegna jóladagatala Lions.

Ágætu velunnarar 

Jóladagatal Lions, þessi með Tanna og Túpu miðanum og tannkremstúpunni.

Okkur þykir leitt að þurfa að tilkynna ykkur, að fyrir þessi jól 2022, verða engin jóladagatöl til sölu á okkar vegum.

Ástæðan er að verksmiðjan sem framleitt hefur dagatölin okkar í 50 ár , fékk ekki allt hráefnið sem þarf í framleiðslu dagatalanna fyrr en svo seint  að ógjörningur var að ná þeim til landsins í tíma.

Við gerum ráð fyrir að taka upp þráðinn á næsta ári.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn við okkur í gegnum árin.

Lionsklúbburinn Freyr