Frá Lionsklúbbnum Fold

Hér koma nokkrar myndir úr starfi Lionsklúbbsins Foldar í vetur.

Fold_7654_n
Lionsklúbburinn Fold tók inn tvo nýja félaga í janúar þær Guðnýju Hjálmarsdóttur og Lindu Garðarsdóttur og til stendur að taka eina konu í viðbót inn í klúbbinn á marsfundi.

Fold_2030
Fold_2032
Foldarkonur afhentu 10 ára börnum í Seljaskóla bókamerki Lions og fræddu þau í leiðinni um lestrarátak Lions og hversu mikilvægt það er að æfa lesturinn vel.

Fold_heimskn__Konukot
Í febrúar heimsóttu Foldarkonur Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur í Reykjavík og afhentu rekstraraðilum stóra þvottavél og ísskáp að gjöf og fengu mikið þakklæti fyrir.

Fold_2187
Nýlega heimsóttu Foldarkonur Lionsklúbbinn Emblu á Selfossi í tilefni af 25 ára afmæli þeirra og  áttum við saman mjög ánægjulega kvöldstund en klúbbarnir hafa verið í góðum samskiptum frá árinu 1990 og oft verið glatt á hjalla.

Fold_2191
Formenn klúbbanna  Bergljót Jóhannsdóttir Fold og Ingibjörg J. Steindórsdóttir Emblu skiptast á klúbbfánum