Fjölumdæmi 109 - sögulegt og spennandi ár framundan

Guðrún Björt Yngvadóttir verðandi Alþjóðaforseti Lions
Guðrún Björt Yngvadóttir verðandi Alþjóðaforseti Lions

Þann 14. ágúst fyrir 66 árum síðan var fyrsti Lionsklúbburinn, Lionsklúbbur Reykjavíkur, stofnaður.  Ísland er sjálfstætt fjölumdæmi innan alþjóðasambands lionsklúbba og nefnist fjölumdæmi 109 sem síðan skiptist í umdæmi 109A og 109B. Klúbbarnir eru núna 85 víðs vegar um land og félagar eru 2138.
Næsta ár verður sögulegt í lionssögunni bæði fyrir íslenskt lionsfólk og eins á heimsvísu þegar fyrsta konan verður alþjóðaforseti hreyfingarinnar.  Guðrún Björt Yngvadóttir mun því verða enn ein íslenska konan sem brýtur blað í sögunni.