Fjölskyldudagur í Lionsheimilinu

Fjölskylduhátíð Lions, sem haldin var 5. apríl  tókst með ágætum.  Þar mættu afar og ömmur, mæður og feður ásamt yngstu kynslóðinni.  Mæting var ágæt eða um 100 manns sem komu við á þeim tíma sem hátíðin stóð yfir.

Fjolskyldudagur_5094

Yngsta kynslóðin fékk fræðsluerindi um umferðarmál, sem Lúlli löggubangsi og Bjarney Annelsdóttir lögréglukona sáu um.  Til aðstoðar var lögreglumaðurinn Sigurður Kárason.

Fjolskyldudagur_5095Fjolskyldudagur_5121Jórunn Guðmundsdóttir var veislustjóri og hvatti börnin áfram í söngnum.

Fjolskyldudagur_5112

Guðrún Embla Finnsdóttir spilaði á fiðlu við undirleik móður sinnar Ásdísar Arnalds.  Síðan fengu börnin það verkefni að teikna mynd af fjölskyldunni sinni.

Hátíðin tókst mjög vel og eðlilegt að skoða hvort ekki á að hvetja klúbba til að taka hana upp í sinni heimabyggð.

Undirbúningsnefndina skipuðu Jórunn J.Guðmundusdóttir Lkl. Ýr, Hörður Sigurjónsson Lkl. Nirði og Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl. Mosfellsbæjar.

Fjlskylduht_2014