Blóðsykurmælingar á forsíðu Morgunblaðsins mánudagin 18. nóv

lls fóru 2.141 manns í blóðsykursmælingu um helgina hjá Lionsmönnum á Íslandi, í tilefni alþjóðadags sykursjúkra sl. fimmtudag. Sykursýki er vaxandi vandamál hér á landi og hafa Lionsfélagar í áratugi lagt sitt af mörkum í baráttu við sjúkdóminn.

708839
Óskar Guðjónsson formaður Lkl. Víðarr mælir blóðsykur í konu sem kom í Lyfju í Lágmúla og nýtti sér átak Lionsmanna.

„Offitan er stórt vandamál, við erum orðin þyngst þjóða í Evrópu. Meðalþyngdarstuðullinn er í kringum 28,“ segir Jón Bjarni Þorsteinsson, heimilislæknir og Lionsmaður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, og bætir við að íslenskir karlmenn hafi á síðustu 40 árum bætt á sig að meðaltali átta kílóum.

Lesa meira  á Mbl.is >>>>>>>