Birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskógi Eyjafjarðarsveit

Birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskógi Eyjafjarðarsveit
Við bjóðum öllum sem vilja, stórum og smáum, í birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskóg á degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september 2022.
Söfnunarbox verða afhend á planinu við Hælið frá kl. 17:00 og þeim svo skilað aftur á sama stað fyrir kl. 19:00.
Hægt verður að kaupa hressingu á Hælinu á þessum tíma.
Lesa má nánar um landsátakið „söfnun birkifræs“ á https://birkiskogur.is/
 
Hlökkum til að sjá sem flesta, Lionsklúbburinn Sif.