BESAFE - Verum örugg með LIONS

Charity Support Ltd.
Charity Support Ltd.

BESAFE kynning

Til stjórna Lionsklúbba á Íslandi. Maí 2021

Kæru félagar Verkefnateymið kynnir til leiks nýja fjáröflunarleið fyrir klúbba landsins sem felst í sölu varnings sem merktur er með Lions merkinu. Fyrst í stað er um að ræða sótthreinsiefni en síðan munu fleiri vörur verða á boðstólum, sjampó, sturtusápa, blautþurrkur, ilmvatn og fleira. Stofnuð hefur verið óhagnaðardrifin heildsala, Charity Support Ltd., sem starfa mun fyrir Lionsklúbba um allan heim. Hugmyndin er að klúbbar selji neytendavörur merktar Lions þar sem LCI (Lions Club International) nýtur einnig hagnaðar, klúbbarnir geti unnið sér inn fé til góðgerðarmála. Á sama tíma er Lions vörumerkið markaðssett í raun ókeypis. Charity Support Ltd. hefur undirritað leyfissamning við LCI um marga vöruflokka og á næstunni mun verða boðið mikið úrval af vörum merktum Lions sem mun henta mismunandi klúbbum og löndum. Fyrsta varan er eins og áður segir hið nýja byltingarkennda hand sótthreinsiefni BESAFE í tveimur stærðum, bæði húð- og umhverfisvæn. BESAFE er náttúruvæn vatnslausn sem ekki aðeins verndar gegn vírusum og bakteríum, en hefur einnig græðandi áhrif á húðina andstætt alkóhóli og klórhexidín efnum sem geta skaðað húðina. Til þess að auðvelda klúbbum að nálgast vörurnar hefur verið ákveðið að Lionsskrifstofan safni saman pöntunum frá klúbbum í eina stóra pöntun, fyrir þá klúbba sem það kjósa. Aðrir geta að sjálfsögðu pantað beint. Ítarlegt kynningarefni um vöruna fylgir hér með í viðhengi. Ef nánari upplýsinga er þörf sendið póst á: bjorgbarah@gmail.com Með von um góð viðbrögð og hag fyrir alla.

Með vináttu leggjum við lið.

Björg Bára Halldórsdóttir, verkefnastjóri fjölumdæmisins.

Bjarni Ásbjörnsson, verkefnafulltrúi A umdæmisins.

Hrund Hjaltadóttir, verkefnafulltrúi B umdæmisins