Alþjóðaþing Lions í Hamborg 1. til 10. júlí síðastliðinn.

Ferðasaga umdæmisstjóranna Árna Brynjólfs Hjaltasonar og Þorkels Cýrussonar.

Alþjóðaþing Lions hófst ekki formlega fyrr en 7. júlí en þá var þingið sett með pompi og pragt í O2 höllinni í Hamborg sem er fjölnotahöll sem er í senn notuð fyrir ýmsa íþróttavið burði svo sem handbolta og íshokkí.  2- 5. júlí voru skólar hjá okkur umdæmisstjórunum og fundarhöld hjá öðrum íslenskum þátttakendum á þinginu.

 slendingar__aljaingi__Hamburg_2013
Hópur Íslendinga sem fór á Alþjóðaþing Lions í Hamborg.  Á myndina vantar að vísu Guðrúnu Björt Yngvadóttir og Jón Bjarna Þorsteinsson.

Ferðalag okkar Íslendinganna gekk ekki alveg þrautarlaust fyrir sig, seinkun var á flugi frá Íslandi, sem gerði það að verkum, að við misstum af tengiflugi frá Kaupmannahöfn til Hamborgar. Þegar við loks komum til Hamborgar þá vantaði nánast öllum Íslendningunum eina tösku en þetta bjargaðist allt saman eins og oftast.

Skólarnir byrjuðu snemma að morgni og voru fram eftir degi, þannig að orkan til að skoða sig um var lítil sem engin eftir skóladaginn. Eftir annan skóladaginn var sameiginlegt boð Norðurlandanna þar sem okkar skemmtiatriði sló í gegn auðvitað, en umdæmisstjórarnir (þá verðandi) sungu í fimmund „Krummi svaf í klettagjᓠ og hinir Íslendingarnir léku hrafna að mikilli snilld. Í lok síðasta skóladags 5. júlí var svo matarboð fyrir umdæmsstjóranna og maka þeirra.

Skrudganga1Skrudganga3Skrudganga2Skrúðgangan þar sem þátttakendur voru um 18.500 var síðan snemma á laugardagsmorgninn og stóð hún aðeins fram yfir hádegi í bongó blíðu, 30 stiga hita og glampandi sól. Þetta reyndist mörgum erfitt, en öll komumst við þó klakklaust frá þessu,en þetta  var mikil upplifun. Seinna þennan dag, var  okkur boðið í boð Þýsku Lionshreyfingarinnar. Dagurinn endaði svo á alþjóðasýningu í O2 höllinni þar sem þingið sjálft fór fram. Þingsetning var svo snemma 7. júlí og var aðal ræðumaður þessa dags Laura Bush fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna. Haft var á orði að um 20 þúsund manns hafi verið í höllinni þann dag og svo allir heim með strætó á eftir, reynið að gera ykkur í hugarlund hvernig það hefur verið. En þetta tókst allt hjá gestgjöfunum nema við vorum svo heppinn að strætóbílstjórinn okkar villtist og vorum við hátt í klukkutíma að komast á hótelið sem annars hefði átt að taka 20 mínútur eða svo.

Ýmis námskeið voru svo í boði fyrir okkur umdæmisstjórana sem við sóttum og fengum fræðslu í ýmsum lionsmálum svo sem Lions Quest og lagalegum málefnum. Þetta var líka á öðrum degi þingsins. Seinna þennan dag var svo boð okkar Íslendinganna ásamt frændum vorum frá Norðurlöndunum. Þetta boð tókst einstaklega vel í alla staði og var allt það sem við höfðum í boði, rifið út. Þegar hálftími var eftir af auglýstri dagskrá ekkert eftir á borði okkar.

 

Annar dagur þingsins var svipaður og sá fyrsti nema að strætóbílstjórinn villtist ekki á heimleiðinni enda annar bílstjóri. Seinna þann dag var íslensku þátttakendunum boðið til japanska hópsins á þeirra Hospitalty room sem var einstök upplifun. Íslenski hópurinn fór svo allur saman út að borða um kvöldið sem heppnaðist mjög vel. Eftirréttturinn var síðan borðaður í boði Englendinga og Íra sem var um kvöldið og er að þeirra sögn alltaf síðasta boðið á alþjóðaþingum.

Andrea-Bocelli-mit-dem-Humanitaerpreis-2013-ausgezeichnet-2-Þriðji dagur þingsins og jafnframt sá síðasti var keimlíkur þeim fyrstu tveim með þeirri undantekningu að ekki voru nein námskeið eftir hann enda var þinginu formlega slitið í lok fundar. Á þessum degi kom Andrea Bocelli fram og tók við 250.000$ peningagjöf frá hreyfingunni í samtök sín Andrea Bocelli foundations sem berst fyrir auku fjármagni í hinar ýmsu læknisfræðilegu rannsóknir og berst gegn fátækt í heiminum. Andrea söng svo fyrir okkur nokkur lög sem var hreint út sagt frábært. Í lok þessa dags bauð síðan alþjóðaforseti, Barry Palmer, öllum umdæmisstjórum og mökum þeirra til veislu.

Heimferð hjá okkur var síðan daginn eftir og erfiðu en í senn skemmtulegu og lærdómsríku alþjóðþingi Lions lokið. Við umdæmisstjórarnir skorum á alla þá sem hafa tök til að fara á svona þing að gera það í það minnsta einu sinni því þetta er upplifun sem þið búið að alla ævi.