Alþjóðaforseti Lions í heimsókn á Snæfellsnes

Alþjóðaforseti Lions Wayne Madden og Linda kona hans hafa um páskana verið í heimsókn á Íslandi, á páskadag heimsóttiu Wayne og Linda ásamt 12 manna föruneyti Snæfellsnes. Wayne hafði sérstakann áhuga á að koma á Snæfellsnes og skoða Snæfellsjökul þar sem að ein af hans uppáhalds bókum var „Leyndardómar Snæfellsjökuls“ eftir Jules Verne, einnig þótti honum mikið til um fjölda lionsfélaga á Snæfellsnesi og hafði hann á orði að Snæfellsbær væri það sveitarfélag í heiminum sem státaði af hæsta hlutfalli lionsfélaga, tæplega 7% íbúa Snæfellsbæjar er í Lions.

Wayne og Linda byrjuðu á að heimsækja Gestastofuna á Hellnum, þar sem lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ tóku á móti þeim með léttum morgunverði áður ern Gestastofan var skoðuð, því næst var ekið að Vatnshelli og hann skoðaður. Ekið var um sveitarfélagið og skoðuðu gestirnir verkefni sem lionsklúbbarnir hafa komið að, auk þess sem dáðst var að náttúrunni. Heimsókninni í Snæfellsbæ lauk svo í Klifi þar sem boðið var uppá fiskisúpu, Wayne Madden hafði óskað eftir að sem flestir lionsfélagar kæmu að hitta hann, þrátt fyrir að mjög margir hafi verið á faraldsfæti um páskana þá sáu lionsfélagar sér fært að mæta í Klif og hitta alþjóðaforsetann áður en gestirnir héldu áfram för sinni um norðanvert Snæfellsnes.

SnfellsnesAltjodaforseti
Á myndinni er Wayne Madden alþjóðaforseti Lions í miðjunni ásamt fulltrúum lionsklúbba í Snæfellsbæ, frá vinstri er Svanhvít Ásmundsdóttir formaður Lkl. Þernunni, Einar Magnús Gunnlaugsson formaður Lkl. Ólafsvíkur, Björg Bára Halldórsdóttir formaður Lkl. Ránar og Friðþjófur Sævarsson gjaldkeri Lkl. Nesþinga.