59. Lionsþing á Sauðárkróki 2014

Saurkrkur
Myndi frá Lionsþingi á Sauðárkróki.

59. Lionsþing fjölumdæmis 109 verður haldið á Sauðárkróki dagana 29. og 30. maí næstkomandi.

Lionsklúbbarnir fjórir í Skagafirði, Lkl Sauðárkróks, Lkl Björk, Lkl Höfði og Lkl Skagafjarðar standa fyrir þinginu.

Hér sendum við ykkur dagskrá þingsins og upplýsingar um þingstað og þingstörfin, einnig eyðublað fyrir skráningu á þingið og kjörbréf fyrir væntanlega þingfulltrúa. Það er afar mikilvægt að eyðublöð þessi séu vandlega útfyllt því þau liggja til grundvallar öllu skipulagi þingsins. Einungis er tekið við skráningu á viðkomandi skráningarblaði.

Upplýsingar til að dreifa >>>

Upplýsingar um verð á þinginu

Þinggjald ………………………………………....... kr. 10.000,-

Hádegisverður……………………………………….. kr. 2.500,-

Kaffi/te og meðlæti eftir hádegi …… ………………… kr. 1.000,-

Kynningarkvöld ……………………………………… kr. 2.500,-

Lionshátí𠅅……………… …………  ………… kr. 10.000,-

Þinggjald

Þinggjald með morgunkaffi hefur verið ákveðið kr. 10.000,- fyrir hvern fulltrúa, skal greiða með innleggi á bankareikning nr. 0161-26-6012 kt. 601289-2619.

Greiðsla skal hafa borist í síðasta lagi 15. mars n.k.

Önnur gjöld, svo sem fyrir hádegisverð, síðdegiskaffi, kynningarkvöld og Lionshátíð er boðið upp á að greiða fyrirfram, veittur verður afsláttur kr. 2.500 ef greitt er í síðasta lagi 25.04.2014 og þá verður heildarverðið kr. 17.000.- sem greiðist inn á reikning 0161-26-6012 kt. 601289-2619. Setja skal kennitölu greiðanda í tilvísun, annars verða innheimt hjá fulltrúum við afhendingu þinggagna.

Athugið að þingfulltrúar fá ekki afhent þinggögn séu þinggjöld ógreidd.

Skráning

Skráningareyðublað>>>>

Nauðsynlegt er að meðfylgjandi skráningareyðublað sé rétt útfyllt og gefi sem gleggstar upplýsingar um óskir viðkomandi þingfulltrúa. Aðeins skal skrá einn þingfulltrúa á hvert eyðublað. Senda má skráningareyðublöðin í pósti til skráningarfulltrúa þingsins, en heimilisfang hans er neðst á skráningareyðublaðinu. Einnig verður hægt að nálgast skráningareyðublöð á vefsíðu Lions, www.lions.is og senda skráninguna ásamt kjörbréfi rafrænt á netfangið, hafragil@gmail.com eða ae@skv.is Einnig má senda þau á faxi, 453-6470 eða í pósti á Lionsklúbbinn Björk Víðihlíð 10, 550 Sauðárkróki.fyrir 15. mars n.k.

Athugið að allar breytingar sem verða á skráningu þarf að tilkynna í tölvupósti á sama netfang.

Kjörbréf

Kjörbréf >>>

Samkvæmt 34. grein laga Lionsumdæmis 109 skal klúbbstjórn fylla út meðfylgjandi kjörbréf og skila með skráningu þingfulltrúa, í síðasta lagi 5. apríl n.k. Í greininni segir:

Sérhver klúbbur, fullgildur og skuldlaus við Alþjóðasambandið og fjölumdæmi 109, er skyldur að senda að minnsta kosti einn fulltrúa á umdæmis- og fjölumdæmisþing og tilnefna jafnmarga til vara.
Hefur hver klúbbur eitt atkvæði fyrir hverja tíu félaga, eða meirihluta þess fjölda eins og félagatalan er skráð í skjölum alþjóðasambandsins á fyrsta degi síðasta mánaðar á undan þeim mánuði sem þing eru haldi.
Meirihluti sá sem hér er getið að framan telst fimm félagar eða fleiri. Sérhver fullgildur lionsfélagi, þótt eigi sé hann kjörinn fulltrúi, á rétt á setu á umdæmis- og fjölumdæmisþingi sem áheyrnarfulltrúi.

Kjörbréf og skráningu skal senda rafrænt á netfangið: hafragil@gmail.com eða ae@skv.is fyrir 15. mars 2014 

Afhending þinggagna

Þinggögn verða afhent til fulltrúa í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Nv. miðvikudagskvöldið 28. maí kl. 20:00 – 22:00 og fimmtudags og föstudagsmorgun 29. og 30. maí frá kl. 08:00 í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla nv. Við hvetjum þá þingfulltrúa sem geta komið því við að sækja þinggögn sín á miðvikudagskvöldinu að gera svo.

Við vekjum athygli á að þátttakendur í ritaraskólanum þurfa að hafa meðferðis fartölvu með þráðlausum netaðgangi. Í Bóknámshúsinu er þráðlaust net sem ritaraskólinn mun hafa aðgang að einnig verður aðgangur að tölvuveri skólans.

Rétt er að ítreka að séu klúbbar í skuld við Alþjóðasambandið, fjölumdæmið eða að þinggjöld hafi ekki verið greidd, fá fulltrúar þeirra ekki afhent þinggögn.

 

Húsnæði þingsins

Þinghaldið verður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Lokahóf þingsins verður í Íþróttahúsinu og kynningarkvöldið verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum.

Gisting

Væntanlegir þinggestir verða sjálfir að panta gistingu og taka fram að það sé vegna Lionsþings. Þinghaldarar hafa samið við eftirtalda gististaði um hagstætt verð. Tilboðin gilda til 15. apríl og því er nauðsynlegt að klúbbarnir bóki gistingu sem fyrst.

Gisting verður meðal annar í boði á (Sjá frekar hér að neðan)

  • Hótel Tindastóli,
  • Hótel og gistiheimilinu Miklagarði,
  • Hótel Varmahlíð og
  • Ferðaþjónustunni Bakkaflöt.

Að lokum

Við leggjum ríka áherslu á að klúbbar skili skráningarblöðum og kjörbréfum fyrir 15. mars og greiði þinggjöldin sín fyrir 15. mars.
Einnig viljum við minna á fartölvu með nettengingu fyrir ritaraskólann og stóru klúbbfánana sem gera gönguna til þingsetningar að alvöru skrúðgöngu.
Vinsamlega hafið samband við einhvern neðangreindra þingnefndarmanna ef óskað er frekari upplýsinga.

 

Með Lionskveðju, 

Ásgrímur Sigurbjörnsson, form. Lkl Sauðárkróks  893-1738  asgrimur@ils.is
Margret Guðmundsdóttir, Lkl Björk  844-5619  hafragil@gmail.com
Sigurður Sigfússon, Lkl Skagafjarðar  891-9148  sigurvik@fjolnet.is
Árni Egilsson,Lkl Höfða  894-7487  ae@skv.is
Jón Sigurðsson, Lkl Sauðárkróks  892-1319  jonsig@krokur.is
Eiríkur Loftsson, Lkl Sauðárkróks  899-6422  el@rml.is
Gunnar Valgarðsson, Lkl Sauðárkróks  848-0285  gunnar.valgardsson@ks.is

Með Lionskveðju,

Sauðárkróki 24. 01. 2014,

Sjá meira um gistingu:

Nánar um gistinu

Gisting í tengslum við Lionsþing á Sauðárkróki, 29. – 30. maí. 2013.
Munið að tilgreina sérstaklega hvaða hótel er pantað og hvernig herbergi.
Takið einnig fram að gistingin sé vegna Lionsþingsins.
10% afsláttur er gefinn ef gist er 2 nætur eða fleiri.

Hafið í huga að skólar hefjast FIMMTUDAGINN 29. maí kl. 09:00
Lokahófið fer fram FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 30. maí.

Morgunverður er innifalinn í öllum verðum.

Hótel Mikligarður s.453-6330 (http://www.mikligardur.is ) netfang mikligardur@mikligardur.is

  • Verð á eins manns herbergi með sturtu og wc er 16.200 kr. hver nótt
  • Verð á tveggja manna herbergi með sturtu og wc er 20.800 kr. hver nótt
  • Morgunverður innifalinn, veittur er 10 % afsláttur ef gist er tvær eða fleiri nætur.

Hótel Tindastóll s. 453-5002 (http://www.hoteltindastoll.com) netfang tindastoll@mikligardur.is

  • Verð á eins manns herbergi með wc er 14.800 kr. hver nótt
  • Verð á tveggja manna herbergi wc er 22.100 kr. hver nótt
  • Morgunverður innifalinn, veittur er 10 % afsláttur ef gist er tvær eða fleiri nætur.

Gistiheimilið Mikligarður s. 453-6880 (http://www.mikligardur.is ) netfang mikligardur@mikligardur.is

  • Verð á eins manns herbergi án wc er 10.500 kr. hver nótt
  • Verð á eins manns herbergi með sturtu og wc er 16.200 kr. hver nótt
  • Verð á tveggja manna herbergi án wc er 16.200 kr. hver nótt
  • Verð á tveggja manna herbergi með sturtu og wc er 20.800 kr. hver nótt
  • Verð á þriggja manna herbergi án wc er 19.700 kr. hver nótt
  • Morgunverður innifalinn, veittur er 10 % afsláttur ef gist er tvær eða fleiri nætur.

 

Hótel Varmahlíð s. 453-8170 (http://www.hotelvarmahlid.is) netfang info@hotelvarmahlid.is

  • Verð á eins manns herbergi kr. 11.900 kr. hver nótt
  • Verð á tveggja manna herbergi kr. 15.900 kr. hver nótt

Bakkaflöt ferðaþjónusta s. 453-8245 (http://www.bakkaflot.is ) netfang bakkaflot@islandia.is

  • Verð Sjá heimasíðu