Verðlaunamyndin í Friðarveggspjaldakeppninni. Þemað í ár var "Þorðu að láta þig dreyma"

Verðlaunamyndin í Friðarveggspjaldakeppninni. Þemað í ár var

Fanjin Si, 11 ára stúlka frá Kína á verðlaunamyndina 2024. Lionsklúbburinn Shaanxi Datang er hennar stuðningsklúbbur.

Friðarveggspjaldakeppnin var fyrst haldin 1988 og markmiðið er að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimsfrið og miðla framtíðarsýn sinni til umheimsins. Um það bil 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega. Lions á Íslandi styrkir keppnina og er hún opin grunnskólabörnum á aldrinum 11 - 13 ára.

Hvert ár er valið þema til að vekja ímyndunarafl nemendanna.