Velheppnað málþing GMT teymis "Konur og Lions"

Margrét S. Björnsdóttir hjá Háskóla Íslands
Margrét S. Björnsdóttir hjá Háskóla Íslands

Teymið GMT/Fleiri konur í Lions skipulagði málþing undir yfirskiftinni „Konur og Lions“ sem haldið var fimmtudaginn 10. nóv.s.l. í Lionssalnum Lundi í Kópavogi. Málþingið var opið öllum og mættu ca. 35 félagar og gestir.

Aðalfyrirlesari var Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ. og ræddi hún um „Félagsauð og sjálfboðaliðastörf“ og var fyrirlesturinn í alla staði frábær. Margrét fræddi okkur um hversu miklu máli það skiptir fyrir alla, börn jafnt sem fullorðna að taka þátt í einhverju félagsstarfi.

Guðrún Björt Yngvadóttir annar varaforseti Lionshreyfingarinnar sagði okkur frá þeirri ævintýralegu vegferð sem hún er á um þessar mundir og var sannarlega fróðlegt að átta sig á þeim ómælda tíma sem Guðrún Björt gefur hreyfingunni með vinnu sinni, alltaf með glöðu geði og bros á vör.

Sigþór Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins ræddi við okkur um mikilvægi Lionshreyfingarinnar í samstarfi við Blindrafélagið og sagði frá ýmsum verkefnum sem Lions og Blindrafélagið hafa unnið að saman. Með honum var Lilja Sveinsdóttir sem mætti með leiðsöguhundinn sinn með sér og sagði frá því hvað hundurinn gefur henni mikið frelsi. Sigþór þakkaði Lionshreyfingunni innilega fyrir samstarfið.

Aðrir fyrirlesarar ræddu síðan um veru sína og þátttöku í sjálfboðaliðastörfum innan Lions á ýmsan hátt. Edda Rut Waage, svæðisstjóri á svæði 6 sagði frá því hvers vegna hún ákvað að ganga til liðs við Lions og hvers vegna hún væri þar enn fimm árum seinna. Björg Bára Halldórsdóttir, umdæmisstjóri 109B sagði okkur frá sinni upplifun af veru í Lions í 25 ár og hve miklu máli Lions skiptir í smærri bæjarfélögum. Skipuleggendur vilja þakka Lionsklúbbnum Muninn í Kópavogi innilega fyrir gestrinina og afnot af Lionssalnum Lundi og Jórunni GuðmundsdótturLkl. Ýr fyrir aðstoðina.

Verkefnisstjóri GMT/Konur í Lions MD 109 Hrund Hjaltadóttir átti þess kost að sitja tvo fundi með leiðtogum kvenna í Evrópu á Evrópuþingi Lions í Sofia í október s.l. sem báru yfirskriftina „More Women in Lions“. Til fyrri fundarins boðuðu Eva Person frá Svíþjóð og Regina Risken frá Hollandi en konur frá Ungverjaland boðuðu til þess síðari. Báðir þessir fundir voru fræðandi og skemmtilegir.

 

Guðrún Björt Ingvadóttir 2.varaforseti Lions
 
Sigþór Hallfreðsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins
 
Edda Ruth Waage Lkl.Seylu
 
Björg Bára Halldórsdóttir umdæmisstjóri 109B
 
 Gestir
 
Fyrirlesarar fá blóm
 
Sigþór Hallfreðsson og Lillja Sveinsdóttir
 
Fyrirlesarar fá blóm
 
 Leiðtogar kvenna í Evrópu á fundi á Evrópuþingi