Ungmennabúðir í Borgarnesi og Mosfellsbæ

Flottur hópur á ferð við Hallgrímskirkju í morgun rétt fyrir kl.10.00 og fengu að heyra fallegan klu…
Flottur hópur á ferð við Hallgrímskirkju í morgun rétt fyrir kl.10.00 og fengu að heyra fallegan klukknahljóm

Þessa dagana eru í gangi ungmennabúið Lions. Ungmennin sem heimsækja Ísland að þessu sinni koma fá; Þýskalandi, Sviss, Belgíu, Austurríki, Ítalíu, Ungverjalandi, Hollandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð. Þau komu til landsins 5.júlí og hófu dvölina í heimagistingu. Þann 12.júli var haldið í Borgarnes þar sem þau voru í búðum til 19.júli en þá fóru þau í Mosfellsbæ og eru þar seinni búðavikuna.
Hafa þau fengið að upplifa margt á meðan að á dvölinni hefur staðið og eru þau alsæl og þakklát fyrir allt sem gert er með þeim og fyrir þau.
Ungmennin halda heim 26.júli(fyrir utan einn sem fer heim 25.júlí).