Til hamingju Lions á Íslandi og takk fyrir dugnaðinn og örlætið til LCIF - alþjóða hjálparsjóðinn.

Til hamingju Lions á Íslandi og takk fyrir dugnaðinn og örlætið til LCIF - alþjóða hjálparsjóðinn.

Bréf barst frá LCIF sérfræðingi fyrir Evrópu, Conner Swan, þar sem fram kemur að MD109 Ísland er fyrsta Fjölumdæmið í Evrópu (CA-IV) sem nær markmiðum og fer yfir heildar-fjáröflunar-markmið Campaign 100.

 

Bréfið er stílað á Kidda okkar LCIF-stjóra, þar sem honum er persónulega þakkað fyrir ótrúlegt starf á Íslandi fyrir LCIF og Campaign100. Honum er þakkað vinnusemi og hollusta, sem er mikilvæg til að ná þessum frábæra árangri Íslands. sjá nánari meðfylgjandi bréfi (mynd)

Þessi árangur felst meðal annars í þessu:
• 9 Módelklúbbar
• 100% þátttaka klúbba í Campaign100 í báðum umdæmum 109A og 109B
• Að meðaltali gefur hver félagi yfir 200 Bandaríkjadali í öllum íslenskum klúbbum.
• Heildar-fjáröflun Campaign100 er yfir 430.000 Bandaríkjadalir.

Bréfið er reyndar stílað á Kidda okkar LCIF-stjóra, þar sem honum er persónulega þakkað fyrir ótrúlegt starf á Íslandi fyrir LCIF og Campaign100. Honum er þakkað vinnusemi og hollusta, sem er mikilvæg til að ná þessum frábæra árangri Íslands. sjá nánari meðfylgjandi bréfi (mynd)