Þú getur líka klifið stigann og náð árangri.

Þú getur líka klifið stigann og náð árangri.

 

Boðsmiði í Hörpu 

 

Smelltu á boðsmiðann hér fyrir ofan og skráðu þig.

Guðrún Björt Yngvadóttir brýtur blað í jafnréttisbaráttu kynjanna. Hún verður í sumar, fyrst kvenna, kjörin alþjóðaforseti í 100 ára sögu Lions. Guðrún er boðberi nýrra tíma með sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna og hvatningu til ungra kvenna að láta að sér kveða í samfélaginu. Henni tókst, fyrst kvenna í heiminum, að komast á toppinn í Lions og bendir unga fólkinu á að ef þau taka eina tröppu í einu geti þau líka náð toppnum á alþjóðavettvangi.

Lions á Íslandi ætlar að heiðra hana með dagskrá í Norðurljósasal Hörpu 25. apríl kl. 17-18:30.

Guðrún mun halda fyrirlestur, sem hún nefnir „Þú getur líka klifið stigann og náð árangri!“. Þar er ungt fólk hvatt til að nýta tækifærin í lífinu. Dagskrá hefst á hljóðfæraleik ungra íslenskra tónlistarnema í Orkester Norden. Björg Bára Halldórsdóttir viðtakandi fjölumdæmisstjóri segir frá Guðrúnu og sýnir myndir frá ferðum hennar á milli Lionslanda undanfarin ár. Sigyn Jónsdóttir formaður Ungra athafnakvenna flytur ávarp og við njótum tónlistar Ragnheiðar Gröndal. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA stjórnar dagskránni.

Lions hefur notið aðstoðar og velvilja við kynningu á dagskránni frá Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA) og Ungra athafnakvenna (UAK).

 

Boðsmiði í Hörpu

Þú getur líka klifið stigann og náð árangri