Þeytivinda í sundlaugina

Á myndinni afhenda þeir Sigurður Ágústsson og Illugi Jens Jónasson Sigrúnu Ólafsdóttur íþrótta- og æ…
Á myndinni afhenda þeir Sigurður Ágústsson og Illugi Jens Jónasson Sigrúnu Ólafsdóttur íþrótta- og æskulýsfulltrúa vinduna.

Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði Sundlaug Snæfellsbæjar veglega gjöf á dögunum. Færðu Lionsmenn sundalauginni sundfatavindu að gjöf sem búið er að setja upp í karlaklefa sundlaugarinnar nú þegar. Er hún mikið notuð en með komu vindunnar er mun auðveldara fyrir alla, sérstaklega börn að vinda sundfötin sín vel áður en þau eru sett aftur ofan í tösku að sundferð lokinni.
Vildi Sigrún Ólafsdóttir þakka þessum herramönnum kærlega fyrir höfðinglega gjöf og mun hún nýtast gestum laugarinnar mjög vel.