Svæðisfundur í Borgarnesi

Svæðisfundur í Borgarnesi
Svæðisfundur í Borgarnesi
Rannveig Ingvarsdóttir svæðisstjóri hélt sinn annan svæðisfund með klúbbum á svæði 1 og 2 í Umdæmi 109 B í Borgarnesi, 16. nóvember. Fundurinn var vel sóttur og mættu 25 félagar frá 7 klúbbum.
 
Hrund Hjaltadóttir GMT fræddi okkur um ýmiss fræðslumál, leiðtogaskóla, konur í lions ( átak) og margt fl. 
Einnig sagði hún okkur sína upplifun að vera með Guðrúnu Björt á erlendri Grund, hvað hún væri flottur fulltrúi og hvað við getum verið stolt af henni.
Skúli G. Ingvarsson vefstjórinn okkar var einnig gestur fundarins og leiddi okkur í allan sannleikann um nýjan vef og hvatti okkur til að senda fréttir og annað skemmtilegt sem er að gerast í klúbbunum.  Því að eins og hann orðaði það, ég get ekki búið til fréttir þær verða að koma frá ykkur. Þetta var flottur fundur mikið spjallað og ekki skemmdu veitingarnar sem voru frá klúbbunum úr Borgarnesi.
Ath. myndirnar voru teknar á farsíma og eru ekki í góðum gæðum.