Sumarstarf Lionsklúbbsins Dynks

Sumarstarf Lionsklúbbsins Dynks

Sumarstarf Lionsklúbbsins Dynks í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hófst 16. júní 2021 þegar vaskir félagar mættu í kirkjugarðinn á Ólafsvöllum, vopnaðir sláttutraktor, vélorfum, hrífum og öðrum nauðsynlegum verkfærum. Eftir snaggaralega vinnu var síðan sest niður í spjall, kaffisopa og snæddar nýbakaðar lummur.