Sigfrid Andradóttir umdæmisstjóri 109 B heimsækir klúbba

Sigfrid Andradóttir  umdæmisstjóri 109 B heimsækir klúbba

Þriðjudaginn 16. október oftar sem áður skruppum við hjónin í Skagafjörðinn og í þetta sinn til að heimsækja Lionsklúbbinn Höfða á Hofsósi sem buðu einnig Lionsklúbbi Skagafjarðar til sín á fundinn. Þannig að þarna heimsótti ég tvo klúbba í einni heimsókn. Eins og við vitum eru Skagfirðingar höfðingjar heim að sækja og kræsingarnar hjá Höfða félögum ekki af verra taginu. Svo við tölum ekki um að fá að gjöf stærðar síldarfötu en það er þeirra stærsta fjáröflun að vinna síld og selja. Hér koma nokkrar myndir af heimsókninni.

Sigfrid Andradóttir