Samstarfssamningur milli Fjörgynjar, Sjóvár og N1

Samstarfssamningur milli Fjörgynjar, Sjóvár og N1

Árið 2015 festi Fjörgyn kaup á tveim bifreiðum og afhenti þær BUGL til fullra umráða og afnota.  Fjörgyn ábyrgist rekstur bílanna en hefur fengið til samstarfs góða stuðningsaðila.  Í byrjun febrúar 2017 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Fjörgynjar, Sjóvár og N1 og tryggir hann rekstur BUGL-bílanna til næstu þriggja ára.

Þetta er okkur ómetanlegur stuðningur við þetta frábæra verkefni og viljum við hjá Fjörgyn færa þessum aðilum bestu þakkir.

Hjálmur Steinar Flosason formaður 2016 – 2017.