Málþing kvenna í Lions

Fjölmennur hópur kvenna mætti í Samkomuhúsið Sandgerði
Fjölmennur hópur kvenna mætti í Samkomuhúsið Sandgerði

Til þingsins voru mættar 60 konur úr 14 klúbbum og einn gestur.  Alls eru á landinu 24 kvenna klúbbar af þeim eru 7 blandaðir klúbbar. Þátttaka var því frábær.

Bergný Jóna Svavarsdóttir sviðstjóri stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar bauð konur velkomnar í fjarveru bæjarstjóra Magnúsar Stefánssonar og óskaði Lionskonum alls hins besta í störfum sínum.

Aðalræðumaður var Guðrún Björt Yngvadóttir fyrrverandi alheimsforseti Lions sem blés konum kraft í brjóst, en hún byggði erindi sitt á heiti málþingsins “Segðu já ”

Fulltrúar klúbbanna sögðu frá leik og starfi klúbba sinna sem var mjög áhugavert og fræðandi.

Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar léttu okkur lundina með tveimur tónlistaratriðum, annars vegar gítarspili og hins vegar flautuspili. Skólastjóri Tónlistarskólans Haraldur Árni Haraldsson fylgdi þeim, þeim til halds og trausts.

Eirarkonur sáu um kaffi og hádegismat með miklum myndarbrag.

Fjórar konur voru heiðraðar fyrir brautryðjendastarf sitt í þágu kvenna í Lions á Íslandi, en þær eru;  

Guðrún Björt Yngvadóttir, Hrund Hjaltadóttir, Jenný Harðardóttir og Laufey Jóhannsdóttir.

Þingstjórinn, Geirþrúður Fanney Bogadóttir, stýrði fundi af mikilli fagmennsku.

Félagar héldu heim að þingi loknu eftir góða og fræðandi samveru.