Lkl.Björk Sauðárkróki gefur til samfélagsins.

Mynd frá starfinu í klúbbnum.
Mynd frá starfinu í klúbbnum.

Lionsklúbburinn Björk Sauðárkróki hittist á skjánum í síðustu viku og spjölluðu um það sem um er að vera í klúbbnum á þessum fordæmalausu tímum.  Þær eru sammála um það að bíða áfram rólegar með fundahald bæði á skjá og í sal, en vona þó að geta farið að hittast á Gránu fljótlega eftir áramót.  Það er þó líf í klúbbnum, fjölskylduráð hefur skipulagt skemmtilega sendingu til Heilbrigðisstofnunarinnar, þær keyptu aðganga í öll sjónvörp á stofnuninni á Jólagesti Björgvins og með því láta þær fylgja Nóa konfekt (sem Skagfirðingabúð gefur) og sherryflöskur.  Eins var séra Sigríði afhent 3 bankakort með inneign kr. 40.000 á hverju korti.  Í samráði við „strákana“ var send jólakveðja í Sjónhornið þar sem auglýst var í leiðinni að ekkert jólaball yrði þetta árið og  Árskóli var látinn vita af því að þær kæmu ekki með litabækur um brunavarnir í ár en það er árviss hefð.