Lionsklúbburinn Keilir Vogum arkar til góðs

Lionsklúbburinn Keilir Vogum arkar til góðs

Í tilefni af alþjóðadegi sykursýkinnar ákváðum við nokkrir félagar úr Lionsklúbbnum Keili í Vogum að arka til góðs. Við fengum geggjað gott gönguveður, skemmtilega samveru og um leið góða tilfinningu fyrir því að láta gott af okkur leiða. Samtals gengum við 15 mílur sem eru rúmlega 24 km. Við viljum hvetja aðra klúbba og bara hvern sem er að setja appið Charity Miles í símann sinn og skella sér í göngu! Gangi ykkur öllum vel að ganga. Hér má sjá nokkrar myndir af þessum föngulegu félögum.