Lionsklúbburinn Kaldá styrkir Arkarann Evu í göngu sinni umhverfis landið.

Lionsklúbburinn Kaldá styrkir Arkarann Evu í göngu sinni umhverfis landið.

Lionsklúbburinn Kaldá styrkir Arkarann Evu í göngu sinni umhverfis landið. Þessi duglega 16 ára stúlka gengur til styrktar Barnaspítala Hringsins og er fyrsta konan sem gengur hringveginn.
Í morgun kl 9 lagði Arkarinn Eva af stað frá Hafnarfirði og ætlar að ganga um 35 km í dag. Morgunhressar Kaldárkonur voru mættar 5 að tölu og tveir lionsfélagar úr Lkl Hafnarfjarðar og Lkl Ásbirni. Egill Friðleifsson gengur með Evu í dag 35 km ásamt fjölskyldu og vinum.
Endilega fylgist með göngu Evu um landið hún er hér á Facebook Arkarinn Eva og líka á Instagram.  Fleiri myndir á myndasíðu.