Lionsklúbburinn Hængur fagnaði 45 ára afmæli

Jón Pálmason og Kjaransorðuhafinn Jón Heiðar Daðason
Jón Pálmason og Kjaransorðuhafinn Jón Heiðar Daðason

Lionsklúbburinn Hængur fagnaði 45 ára afmæli föstudaginn 2. mars. Jón Heiðar Daðason var sæmdur, æðstu viðurkenningu íslensku Lionshreyfingarinnar, Kjaransorðunni. "Hundur í óskilum" og Hængsfélaginn Jón Ásgeir sáu um að fólk skemmti sér enn betur. Heiðursgestir voru Jón Pálmason fjölumdæmisstjóri og Marianne Skovsgard Nielsen, Björg Bára Halldórsdóttir verðandi fjölumdæmisstjóri og Sigfríð Andradóttir verðandi umdæmisstjóri 109B og Þorkell Cýrusson. Núverandi umdæmisstjóri 109B, Björn Guðmundsson er Hængsfélagi

Glæsilegur og góður eftirréttur

Guðjón Andri Gylfason formaður Hængs tekur við afmælisgjöf frá fjölumdæmisstjóra Jóni Pálmasyni

Jón Ásgeir Hængsfélagi fór á kostum

Hefð hjá Lkl. Hæng limbókeppni. Hér er sigurvegarinn að meta stöngina