Lionsklúbburinn Hængur Akureyri - Arkar

Lionsklúbburinn Hængur Akureyri -  Arkar

Laugardaginn 17.október 2020 komu saman nokkrir Lionsfélagar í Hæng og gestir og örkuðu um Kjarnaskóg. Gengið var um gullfallegan skóginn í haustlitum og dásamlegu veðri eins og alltaf er hér á Akureyri. Passað var upp á bilið á milli manna og sóttvarnir.

Yndisleg samvera og ekki skemmdi málstaðurinn fyrir. En hann er að njóta hreyfingar og að taka þátt í vitundarvakningu á sykursýki en Lionshreyfingin er að leggja af stað með hreyfiátak sem kallast „Örkum, vitundarvakning um sykursyki. Hængur leggur verkefninu lið