Lionsklúbbur Njarðvíkur "plokkar"

Lionsklúbbur Njarðvíkur
Stóri plokkdagurinn er dagur okkar allra en það er semsagt það athæfi að taka til í sínu nærumhverfi. Í ár var plokkdagurinn sunnudagurinn 30.apríl.
Þann dag tók Lionsklúbbur Njarðvíkur að sjálfsögðu þátt í ár þar sem félagar ásamt nokkrum auka gestum týndu upp rusl í Paradís, sem er græna túnið og "skógurinn" við Grænásbrekkuna.
Það var lúmskt hvað mikið rusl leyndist á milli trjánna og það yljaði okkur um hjartarætur að sjá gangandi vegfaranda sem gekk göngustíginn frá Grænás í átt að Bónus taka upp rusl á leið sinni og setja í ruslatunnu sem við vorum með á staðnum.
Frétt af Facebook síðu klúbbsins.