Lionsklúbbur Laugardals og Kvenfélag Laugdæla.

Lionsklúbbur Laugardals og Kvenfélag Laugdæla.
Lionsklúbbur Laugardals og Kvenfélag Laugdæla tóku sig saman og keyptu bekki í grafreitinn á Laugarvatni og í kirkjugarðinn í Miðdal. Þeir voru afhentir formlega þegar Lilja Dóra Óskarsdóttir formaður sóknarnefndar tók við þeim fyrir hönd sóknarinnar. Þeir munu vonandi nýtast vel, gott að geta tyllt sér niður og hugsað til ástvina sinna en bekkirnir eru mjög veglegir og munu verða árið um kring á sínum stöðum.