Lionsklúbbur Búðardals gefur öllum grunnskólabörnum frisbígolfdiska

Nýr frisbígolfvöllur í Búðardal
Nýr frisbígolfvöllur í Búðardal

Í tilefni þess að búið er að útbúa frisbígolfvöll í Búðardal ákváðum félagar í Lionsklúbbi Búðardals að gefa öllum grunnskólabörnunum frisbígolfdisk að gjöf sem  þau geta nýtt sér á nýja vellinum.

Hér koma nokkrar myndir sem voru teknar við afhendingu diskanna þann 17. júní þegar völlurinn var formlega opnaður.