Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ færa Reykjadal hjólastólarólu

Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ gefa hjólastólarólu
Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ gefa hjólastólarólu

Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ, þ.e. Lionsklúbburinn Úa og Lionsklúbbur Mosfellsbæjar gáfu á dögunum Reykjadal hjólastólarólu. Að sjálfsögðu var rólan prófuð, bæði af gestum Reykjadals og af meðlimi Úu sem tók eina sveiflu. 

Gleði-árangur-ævintýri lýsa vel þeirri starfsemi sem fram fer í Reykjadal þar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur um árabil rekið sumar- og helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Í Reykjadal koma árlega um 200 börn og ungmenni allsstaðar að af landinu og á þjónustan sér enga hliðstæðu hér á landi.
 
Megin markmið Reykjadals er að þau börn sem ekki geta sótt aðrar sumarbúðir, vegna sérþarfa sinna, hafi kost á sumardvöl, þar sem þau geta notið lífsins á eigin forsendum.