Lions hjálpar bágstöddum í Úkraínu

Lions hjálpar bágstöddum í Úkraínu

Sælir kæru lionsfélagar,

eins og ykkur öllum er kunnugt þá er stríðásand í Úkraínu um þessar mundir og eiga íbúar landsins um sárt að binda vegna þessa. Lionshreyfingin er ævinlega þar sem neyðin er mest og Úkraína er engin undantekning. Fjölumdæmi Norðurlandanna hafa hafið söfnun til styrktar bágstöddum í Úkraínu og sama höfum við gert og biðlum við til ykkar kæru félagar að taka þátt.

Fjölumdæmið hefur þegar gefið 2000$ í söfnunina og nú hvetjum við ykkur öll að leggja íbúum lið með því að leggja upphæð að eigin vali í söfnunina. Ef þið ýtið á linkinn hér í póstinum farið þið beint inn á söfnunina og getið lagt inn, endilega að muna að hafa lions númerið sitt við höndina. Ritari kúbbsins eða skrifstofan aðstoðar ykkur að finna það ásamt umdæmisstjórum ef þarf. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

https://www.lionsclubs.org/en/donate?utm_source=fundraising&utm_medium=link&utm_campaign=humanitarian-resettlement

 Þorkell Cýrusson, fjölumdæmisstjóri MD 109

Þóra Bjarney Guðmundsdóttir, umdæmisstjóri 109 A

Anna Blöndal, umdæmisstjóri 109 B