Íslendingur í þriðja sæti í alþjóðlegri söngvakeppni blindra í Kraká

Guðrún Björt Yngvadóttir og Már Gunnarsson
Guðrún Björt Yngvadóttir og Már Gunnarsson

Lions World Song Festival

Íslenski keppandinn Már Gunnarsson stóð sig frábærlega í alþjóðlegri söngvakeppni í Kraká, Póllandi um helgina. Hann lenti í þriðja sæti. Hann átti hug og hjörtu allra, með sinni fallegu framkomu og glæsilegu frammistöðu. Keppnin hefur aldrei verið stærri og sterkari. Söngvarar voru 37 frá 13 löndum (þremur heimsálfum) og flutt voru 26 tónlistaratriði. Mjög margir góðir keppendur og mjög mikil samkeppni.

Undankeppnin fór fram í Útvarpshúsinu í Kráká, þar sem allt var tekið upp og sett á myndbönd,

Guðrún Björt Yngvadóttir var á staðnum og sagði:  Við vorum mjög glöð og stolt, þegar hann komst í undanúrslit og svo lék hann og söng í lokakeppninni í glæsilega leikhúsinu í Kraká, "Słowacki Theatre" sem er eitt  fegursta tónlistarhús í Evrópu. Við vorum rosalega stolt þegar hann lenti í þriggja manna úrslitum og biðum spennt, trúðum að hann fengi fyrsta sætið, miðað við viðtökurnar og gríðarleg fagnaðarlæti. En við vorum stolt af honum að hreppa þriðja sætið, keppnin var svo hörð og jöfn, erfitt að gera upp á milli. Hann er nýja þjóðhetjan okkar, alger snillingur.

 Hér má sjá nánari upplýsingar um þessa keppni.

Lions World Song Festival

Lions World Song Festival

Lions World Song Festival

Lions World Song Festival

Lions World Song Festival

Lions World Song Festival

Lions World Song Festival

Lions World Song Festival

Lions World Song Festival