Góugleði lionskvenna 2018

Góugleði lionskvenna 2018
Góugleði lionskvenna 2018

Í þriðja sinn var Góugleði Lionskvenna haldin í Haukahúsinu í Hafnarfirði 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.  Það mættu rúmlega 100 konur bæði Lionskonur og gestir þeirra.  Þetta var ánægjuleg samvera, gaman að hittast allar og eiga saman ljúfa stund.  Björgúlfur Þorsteinsson og félagi hans sáu um músik, Espirit í Smáralind var með tískusýningu. Sýningardömurnar voru Lionskonur á öllum aldri, stóðu sig vel. Veislustjórn sá Sigga Kling um og við fengum ómælda aðstoð frá eiginmönnum til að afgreiða á barnum.

Við fögnum góðu gengi Guðrúnar Bjartar í öllum hennar störfum, en eins og kunnugt er tekur Guðrún við starfi alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar á miðju þessu ári.

Við fögnuðum líka þeim árangri sem við konur höfum náð í Lionsstarfi okkar hér heima á Íslandi því á sama tíma og Guðrún tekur við alþjóðaforsetaembætti, en á næsta ári taka þrjár konur við stýrinu hér heima, þær Björg Bára sem verður fjölumdæmisstjóri, Geirþrúður Bogadóttir sem verður umdæmisstjóri í 109A og Sigfríð Arnardóttir umdæmisstjóri í 109B.

Þetta verður í fyrsta skiptið sem 3 Stýrur verða við stjórnvölin hér heima.

Áfram konur, við getum þetta.

Kristín Þorfinnsdóttir
Fyrrverandi umdæmisstjóri.

Hér eru fleiri myndir frá Góugleðinni.