Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Nýlega afhentum við sem skipum stjórn Heiðurssjóðs Guðrúnar Bjartar gjöf til legudeildar geðrofssjúkdóma. Um er að ræða sérstaka þyngdarsæng, en stjórn sjóðsins hafði borist erindi um þessa sérstöku sæng. Þyngdarsæng sem er með það að markmiði að minnka kvíða, eirðarleysi, spennu og að auka svefngæði og öryggistilfinningu skjólstæðinga.
Það var einstaklega ánægjulegt að afhenda gjöfina til starfsfólks deildarinnar sem færði Lionshreyfingunni á Íslandi hjartans þakkir.
Á myndinni má sjá stjórn sjóðsins og ásamt Guðfinnu Bettý Hilmarsdóttur deildarstjóra og Ólafíu Daníelsdóttur hjúkrunarfræðingi og Óðni sem öll starfa á geðdeildinni hjá LSH, veita gjöfinni viðtökur. Jafnframt var einnig sýnt hversu fjölbreytt notkun er á svona þyngdarsæng.
Geðdeild LSH færðI LIONS bestu þakkir fyrir gjöfina.
Lions á Íslandi.
Laufey Jóhannsdóttir