Fyrsti fjölumdæmisfundur 2023-2024

Fyrsti fjölumdæmisfundur 2023-2024

Síðastliðinn laugardag, 26. ágúst hélt ég minn fyrsta fjölumdæmisfund í MD 109 Ísland. Þetta var sameiginlegur fundur með umdæmunum og þar sem umdæmisstjórinn í B umdæminu Baldur Ingi Karlsson átti ekki heimangengt var hann á zoom en við Friðrik Hansen Guðmundsson mættum í Lionsheimilið ásamt fjölda fulltrúa úr fjölumdæminu og umdæmunum. Þetta var góður fundur og ásamt þeim mætti á fundinn  Hafsteinn Sv. Hafsteinsson frá auglýsingaskrifstofunni ENNEMM en fjölumdæmið er búið að gera samning við ENNEMM við að markaðssetja vörumerkið Lions á Íslandi.

Sótt af Facebook Lions mál