Fyrsta kon­an sem verður alþjóðafor­seti Li­ons

Guðrún Björt Yngvadóttir - mynd fengin af mbl.is
Guðrún Björt Yngvadóttir - mynd fengin af mbl.is

Íslensk­ir Li­ons­menn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngva­dótt­ur í Hörp­unni í gær í til­efni af því að hún verður kjör­in alþjóðafor­seti Li­ons­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Hún verður fyrsta kon­an til að gegna þessu embætti í 100 ára sögu Li­ons og fyrsti alþjóðafor­set­inn frá Íslandi.

Guðrún tek­ur við embætt­inu á alþjóðaþingi sem haldið verður í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um eft­ir rúm­an mánuð og kynn­ir mark­mið sín. Guðrún Björt mun á kom­andi starfs­ári verða á ferðinni, á fund­um og í heim­sókn­um um all­an heim enda í mörg horn að líta hjá for­seta hreyf­ing­ar með 1,5 millj­ón­ir fé­laga.

Fréttin hér ofar og mynd fengin af mbl.is

Hér má síðan hlusta á viðtal við Guðrúnu Björtu í Bítninu á Bylgjunni.

Nokkrar neðar eru nokkrar myndir frá þessum viðburði í Hörpunni.      Kíktu endilega á okkur á Facebook