Fræðsluerindi "Hvers vegna fær fólk ellihrörnun í augnbotnum og hvað er til ráða?" verður flutt fimmtudaginn 13. október 2022 kl. 16:00-17:30 í húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17.

Fræðsluerindi

Október er mánuður sjónverndar hjá Lions og þá hefur Lions á Íslandi gjarnan boðið almenningi upp á fræðsluerindi um sjónvernd og augnsjúkdóma.

Núna mun Friðbert Jónasson augnlæknir og prófessor fjalla um ellihrörnun í augnbotnum og hvað sé til ráða.

Fræðsluerindið verður fimmtudaginn 13. október kl. 16:00-17:30 í húsi Blindrafélagsins Hamrahlíð 17. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

DAGSKRÁ:

Setning: Kristófer A. Tómasson fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi.

Ávarp: Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins.

Erindi: Hvers vegna fær fólk ellihrörnun í augnbotnum og hvað er til ráða? Friðbert Jónasson augnlæknir, Prófessor Emeritus of Ophthalmology.

Fyrirspurnir og umræður.

Lokaorð: Kristófer A. Tómasson fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi.

Fundarstjóri: Jón Bjarni Þorsteinsson heimilislæknir og fyrrverandi alþjóðarstjórnarmaður Lions.