Fossinn Dynkur skoðaður á fyrsta svæðisfundi

Formenn, svæðisstjóri, vara umdæmisstjór og félagateymið við fossinn Dynk í Þjórsá.
Formenn, svæðisstjóri, vara umdæmisstjór og félagateymið við fossinn Dynk í Þjórsá.

Svæðisstjóri á svæði 4 í 109A hefur starfsárið af fullum krafti.  Hann bauð formönnum alltra klúbba í ferðalag að fossinum Dynk í Þjórsá.  Að lokinni ferð var haldinn svæðisfundur í Árnesi.

Á svæðisfundinum voru góðar umræður um félagamál, starfshætti í klúbbunum og verkefni þeirra.

Öruggt er að samveran í ferðinni hafi gert það að verkum að umræðan var mjög góð og opinská.  Þetta er góð byrjun á starfi vetrarins og fordæmi fyrir önnur svæði.