Fjölgun félaga og nýr fundarstaður hjá Lionsklúbbi Hveragerðis

Ársæll B. Ellertsson, formaður LKH, ásamt þeim Róberti Arnþórssyni, Sigurpáli Vilhjálmssyni, Svavari…
Ársæll B. Ellertsson, formaður LKH, ásamt þeim Róberti Arnþórssyni, Sigurpáli Vilhjálmssyni, Svavari Kristinssyni og Ingólfi Guðnasyni. Mynd: BH.

 Starfsárið 2018–2019 hjá Lionsklúbbi Hveragerðis hófst að venju fjórða mánudag í september og voru þá teknir formlega inn fjórir af þeim sjö sem gengu í klúbbinn á síðasta starfsári

 Auk þessara sjö félaga komu tveir nýir á þennan fyrsta fund til að kynna sér starfsemi Lions og væntir klúbburinn þess að að þeir gangi einnig í raðir hans. Þann 8. október sl. hélt Lionsklúbbur Hveragerðis fund númer 2 í sal sem hefur fengið nafnið Blómasalurinn og er til húsa við Austurmörk 4. Verða fundnir klúbbsins haldnir þar annan hvern mánudag út starfsárið. Á þessum fundi þann var starfsemi Máttarstólpa/SIBS Lífs kynnt og mætti framkvæmdastjórinn Guðmundur Löve ásamt þremum starfsmönnum Hjartaheilla. Framkvæmdu þau heilsuskoðun á fundarmönnum þar sem mældur var blóðsykur, blóðþrýstingur, blóðfita, súrefnismettun, hvíldarpúls, mittismál og gripstyrkur.

Einnig bauðst þátttakendum heilsuskoðunarinnar að taka þátt í einstaklingskönnun gegnum netið sem hjálpar þátttakanum að forðast lífsstílstengda sjúkdóma. Lionsklúbbur Hveragerðis ákvað að styrkja þetta verkefni Máttarstólpa/SÍBS Lífs um 150.000 krónur, sem er hluti af þeirri upphæð sem söfnuðust í síðasta fjáröflunarátaki gegn sykursýki á vegum klúbbsins starfsárið 2017–2018.

Framkvæmdastjóri SÍBS/Máttarstólpa Guðmundur Löve vildi koma því á framfæri, ef þessa atburðar væri minnst, að Máttarstólpar og samstarfsfélög væru meira en fús að koma til félaga samtaka, fyrirtækja og klúbba, þeim að kostnaðarlausu. Síminn er 560 4800 og netfangið sibs@sibs.is.