Endurnýtum

Endurnýtum
Margir sitja heima þessa dagana. Þið sem ætlið að nota tímann og taka til í skápum, geymslum eða hvar sem er þá er um að gera að muna að það þarf ekki alltaf að henda, það er miklu meira gefandi að endurnýta. Kannski þekkjum við einhvern/einhverja sem gætu nýtt sér það sem við höfum ekki not fyrir lengur. Ekki leita langt yfir skammt. LIONS leggur lið.
Svo því sé haldið til haga þá vil ég þakka Guðjón Andri Gylfason fyrir að hanna (sumt er fengið að láni) og íslenska mörg skemmtileg merki og þetta er eitt af þeim.