Deildarstjóri Legudeildar geðrofssjúkdóma Landspítalans sendir Lionsfélögum á Íslandi kærar þakkir

Deildarstjóri Legudeildar geðrofssjúkdóma Landspítalans sendir Lionsfélögum á Íslandi kærar þakkir
Í þakkarbréfinu segir: Þyngingarábreiðan og sængurverið, sem þið færðuð okkur, eru nú komin í notkun á deildinni og hafa vakið mikla ánægju bæði meðal sjúklinga og starfsfólks. Þessi viðbót styður vel við það meðferðarstarf sem unnið er hér á deildinni og mun án efa nýtast okkur vel um ókomin ár.
Við viljum einnig deila með ykkur gleðitíðindum: í fréttabréfi Landspítala, Spítalapúlsinum, birtist frétt um gjöfina ykkar, þar sem þið eigið sannarlega skilið lof og þakklæti fyrir ykkar góðverk og stuðning við spítalastarfið. Afrit af fréttabréfinu fylgir hér með.
Við sendum ykkur innilegar þakkir og hlýjar kveðjur. Ykkar gjafmildi er okkur öllum hvatning í daglegu starfi.